Mið-Ísland eru gamanþættir gerðir af samnefndum uppistandshóp. Hópinn skipa þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Halldórsson (Dóri DNA) og Jóhann Alfreð Kristinsson.
Auk þeirra leika í þáttunum Dóra Jóhannsdóttir, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Ugla Egilsdóttir og fleiri.
Þættirnir eru skrifaðir af Mið-Íslandi ásamt Ragnari Hanssyni sem einnig leikstýrir þættinum.
Þættirnir eru framleiddir af Mystery Island og hefjast sýningar 22. mars 2012 á Stöð 2